Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Alexander og Haraldur meðal þeirra bestu
Fimmtudagur 14. júlí 2011 kl. 11:20

Alexander og Haraldur meðal þeirra bestu

Haraldur Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga í Pepsi-deildinni og Alexander Magnússon hægri bakvörður Grindvíkinga eru nefndir meðal bestu varnarmanna Pepsideildarinnar að mati sérfræðinga vefsíðunnar fótbolti.net.

Sérfræðingar á borð við Auðun Helgason og Gunnlaug Jónsson ásamt ýmsum fjölmiðlamönnum velja bestu varnarmenn deildarinnar á vefsíðunni og eru þeir Haraldur og Alexander nefndir þar.

„Mjög sterkur í loftinu, yfirvegaður á boltanum og gerir fá mistök,“ segja sérfræðingarnir um Harald og svo er Alexender sagður hafa komið virkilega á óvart í sumar en lesa má greinina hér.

VF-Mynd: Alexander Magnússon hefur leikið vel með Grindvíkingum í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024