Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Alexander endaði í öðru sæti Íslandsmótsins í e-fótbolta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 3. desember 2020 kl. 12:51

Alexander endaði í öðru sæti Íslandsmótsins í e-fótbolta

Lokaumferð úrvalsdeildar KSÍ í e-fótbolta kláraðist í gær. Í lokaumferðinni mætti Alexander Aron Hannesson úr rafíþróttadeild Keflavíkur Aroni Þormari Lárussyni úr Fylki í hreinum úrslitaleik þar sem munaði aðeins einu stigi á þeim fyrir lokaleikinn, Aroni í hag.
Lekurinn, sem var hörkuspennandi, endaði í jafntefli og það dugði Fylkismanninum til að hampa Íslandsmeistaratitilinum. Engu að síður frábær árangur hjá Alexander sem keppir fyrir hönd Keflavíkur en þar var stofnuð rafíþróttadeild í ár. Alexander vann tólf af leikjum sínum á tímabilinu, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik sem verður að teljast góð frammistaða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024