Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aldrei að gefast upp þó á móti blási
Sunnudagur 24. júní 2018 kl. 06:00

Aldrei að gefast upp þó á móti blási

Örn Rúnar Magnússon, leikmaður Þróttar Vogum í knattspyrnu er í Sportspjalli vikunnar, uppáhaldsstaður hans á Íslandi er Leifsstöð, hann er með 4,8 í forgjöf í golfi og Örn segir okkur einnig frá skemmtilegri sögu af ferlinum.

Fullt nafn: Örn Rúnar Magnússon.
Íþrótt: Knattspyrna.
Félag: Þróttur Vogum.
Hjúskaparstaða: Á lausu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ætli ég hafi ekki verið um 4-5 ára.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Robbi Magg, fyrrverandi leikmaður FH.
Hvað er framundan? Hörkubarátta í 2. deildinni í sumar þar sem ekkert verður gefið eftir.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Bikarmeistari með FH í 2. flokki og að fara upp um deild með Þrótti Vogum í fyrra.

Uppáhalds...
...leikari: Leonardo DiCaprio.
...bíómynd: Lord of the Rings myndirnar.
...bók: Les mjög lítið en verð að segja Ævisaga Alex Ferguson.
...Alþingismaður: Bjarni okkar allra Ben.
...staður á Íslandi: Leifsstöð.

 

 

 

Hvað vitum við ekki um þig? Er vel liðtækur í golfinu með 4,8 í forgjöf.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Mikilvægt að leggja sig alltaf 100% fram í öllum æfingum til að fá sem mest úr þeim. Aukaæfingin skiptir líka alltaf miklu máli til að ná meiri og betri árangri.
Hver eru helstu markmið þín? Helstu markmið mín í sumar eru þau sömu og liðsins, taka einn leik í einu og reyna enda sem hæst í töflunni eins og mögulegt er. En markmiðið er að sjálfsögðu alltaf að gera sitt besta.

Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Fyrsta sem kemur upp í hugann er leikur við Magna í 3. deildinni sem fór fram á Grenivík árið 2014. Ég var að spila með ÍH á þeim tíma. Við vorum með frekar vængbrotið lið og með útileikmann í markinu. Staðan var 3-1 fyrir okkur í hálfeik. Þegar lítið var eftir vorum við að vinna 4-3 og dómarinn bætti að mig minnir um átta mínútum við af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Nema hvað þeir fá dæmda vítaspyrnu á lokasekúndunni og allt á suðupunkti. Útileikmaðurinn okkar sem var í markinu gerði sér lítið fyrir og varði vítið en boltinn fór út í teig og þeir fylgja eftir og skora en dómarinn flautar leikinn af í þann mund sem Magna leikmaðurinn skaut og því markið ekki gilt. Þið getið rétt ímyndað ykkur að allt varð vitlaust á þeim tímapunkti, við fögnuðum gífurlega en Magnamenn brjálaðir að sjálfsögðu.

Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Aldrei að gefast upp þó á móti blási og að vera alltaf besta útgáfan af sjálfum sér.