Albert Sævarsson verður með Grindavík í sumar
				
				
Albert Sævarsson markvörður er kominn aftur heim til Grindavíkur og mun leika með þeim í sumar. Grindvíkingar og lið Alberts, B-68 í Færeyjum, hafa komist að samkomulagi um mál leikmannsins og niðurstaðan er sú hann er kominn heim á æskuslóðir, en hann lék með Grindavík allt til ársins 2003.
Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur, sem fagnar heimkomu Alberts, enda er hann mjög öflugur leikmaður og á eftir að styrkja hóp þeirra verulega.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur, sem fagnar heimkomu Alberts, enda er hann mjög öflugur leikmaður og á eftir að styrkja hóp þeirra verulega.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				