Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Albert Sævarsson hættur hjá B68
Föstudagur 9. desember 2005 kl. 13:26

Albert Sævarsson hættur hjá B68

Albert Sævarsson, fyrrverandi markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, hefur hætt að leika með færeyska liðinu B68 og útilokar ekki að leika hér á landi á næsta ári. Þetta kemur fram á fotbolti.net í dag.

Albert hélt utan til Færeyja árið 2003 en sneri aftur til UMFG í fyrra þar sem hann lék lungann úr tímabilinu áður en hann hætti vegna launadeilu við forráðamenn félagsins. Hann sneri því aftur út en er fluttur aftur til Íslands.

Albert stóð sig afar vel í færeysku deildinni og var m.a. valinn í lið ársins 2003. Honum er líst sem „einum sera stinnum málverja“ í færeyskum fjölmiðlum eins og segir á fotbolti.net.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024