Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Albert Sævars hættur hjá Grindavík
Föstudagur 10. september 2004 kl. 12:24

Albert Sævars hættur hjá Grindavík

Albert Sævarsson, markmaður knattspyrnuliðs Grindvíkinga, mun ekki spila með liðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins í Landsbankadeildinni.

Fram kemur í grein Fréttablaðsins í dag að ástæða vinslitanna hafi verið deilur um launagreiðslur.

Fréttin kemur sem reiðaslag fyrir Grindvíkinga sem verða nú að reiða sig á unga og líttreynda markmenn í botnbaráttunni sem er framundan. Grindavík leikur gegn Keflavík á sunnudag og fá svo Grindvíkinga í heimsókn í lokaumferðinni.

Víkurfréttir náðu ekki sambandi við Albert, en í samtali við Fréttablaðið sagðist hann ekki geta unað því að ekki væri staðið við samkomulag sem hann gerði við knattspyrnudeildina.

Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir þyrftu sennilega að notast við markmenn úr yngri flokkum. „Þá erum við líka með einn gamlan ref á skrá, en við erum bara að skoða þessi mál. Við mætum alla veganna með markmann til Keflavíkur á sunnudag. Það er enginn heimsendir þó okkar besti markmaður hætti. Þetta sýnir kannski betur innræti hans gagnvart sínum félögum.“

Albert sagði Fréttablaðinu að hann áttaði sig á því að honum yrði kennt um ef illa færi. „Ég veit hvernig þetta er en það verður í lagi enda hef ég breitt bak.“


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024