Heklan
Heklan

Íþróttir

Mánudagur 3. nóvember 2003 kl. 09:35

Albert bestur í Færeyjum

Albert Sævarsson, fyrrverandi markvörður Grindvíkinga, var kjörinn besti markvörðurinn í færeysku knattspyrnunni 2003 á lokahófi 1. deildarliðanna á laugardag. Albert varði mark B68 frá Tóftum í ár og fékk á sig fæst mörk allra í deildinni en lið hans varð í þriðja sæti og vann sér sæti í UEFA-bikarnum.  Pól Thorsteinsson, landsliðsbakvörður úr B36, var valinn leikmaður ársins. Hann lék með Valsmönnum eitt tímabil, árið 2000. Vefur Grindavíkurbæjar greinir frá þessu.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25