Ákall til Keflvíkinga
Kæru Keflvíkingar,
Nú þurfum við á ykkar stuðningi að halda. Næsti leikur verður stríð fyrir okkur Keflvíkinga og ekkert nema sigur kemur til greina. Með okkar sigri eigum við möguleika á að ná 7. sætinu fari önnur úrslit á okkar veg. Það eru nokkur ár síðan slíkur árangur hefur sést hér suður með sjó og fyrir fótboltann getur þetta orðið því vogarafli sem við þurfum!
Á svona stundum er gott að eiga góða stuðningsmenn sem mæta á leikinn og styðja strákana í baráttunni.
Mótherjar okkar eiga jafn mikið í húfi og eru þekktir fyrir að leggja allt í sölurnar. Þetta verður þvi hörku leikur og við ætlum að sýna þeim úr hverju Suðurnesjamenn eru gerðir.
Nú biðla ég til ykkar að leggja annað til hliðar, taka frá tíma og stíga frá öðrum málum frá kl. 14-16 næsta laugardag og mæta á HS Orku völlinn til þess að standa á bakvið strákana okkar á þessum stóra degi.
Það getur skipt þá sköpum fyrir þá að finna sterkan stuðning á bakvið sig.
Áfram Keflavík
Sigurður Garðarsson, formaður.