Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Áheitasund ÍRB á morgun
Fimmtudagur 2. september 2010 kl. 09:30

Áheitasund ÍRB á morgun


Ef þið sjáið fólk á svamli undan ströndum Reykjanesbæjar á morgun, ættuð þið ekki að láta ykkur bregða. Þarna verður þaulvant sundfólk á ferðinni en á morgun ætlar elsta sundfólkið í ÍRB að synda áheitasund frá Víkingaheimum að höfninni í Keflavík.
Björgunarsveitin Suðurnes verður sundmönnum til halds og trausts og passar upp á að fyllsta öryggis sé gætt. Sundmennirnir munu ganga í hús nokkru fyrir sundið og safna áheitum og eru bæjarbúar beðnir um að taka vel á móti þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024