Ágúst kominn til Kóreu
– keppir á Heimsmeistaramóti ungmenna í taekwondo á mánudag.
Ágúst Kristinn Eðvarðsson, taekwondo kappi úr Keflavík er nú staddur í hinum nýrri og glæsilegri taekwondo miðstöð sem er í Muju héraðinu í Suður-Kóreu.
Miðstöðin er kölluð Taekwondo Park og er stærsta og flottasta taekwondo aðstaða í heiminum.
Ágúst hefur verið þar í 2 daga við æfingar en hann keppir á Heimsmeistaramóti ungmenna sem er haldið þar næstu daga. Ágúst keppir á mánudag.
Ágúst og Helgi þjálfari hans með útsýni yfir garðinn.
Ágúst og Helgi á Incheon flugvellinum í Kóreu ásamt móttökunefnd.