Ágúst Gylfason hafnaði Reyni
Síðan Jakob Már Jónharðsson sagði skilið við knattspyrnulið Reynis í Sandgerði fyrir skemmstu hafa forsvarsmenn liðsins verið á höttunum eftir nýjum þjálfara. Á dögunum ræddi Reynir við Ágúst Þór Gylfason, leikmann KR, um að taka við liðinu sem spilandi þjálfari.
Ágúst gaf Reyni á endanum afsvar og sagði að hans tími sem þjálfari væri ekki enn kominn. Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Reynis vill Ágúst í það
Leit Reynismanna að nýjum þjálfara heldur því áfram.
VF-Mynd/ Jón Örvar Arason - Frá leik Reynis og ÍBV á síðustu leiktíð.