Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aftur tap hjá Reyni
Mánudagur 22. október 2012 kl. 08:24

Aftur tap hjá Reyni

Reynismenn byrja ekki vel í 1. deild karla í körfubolta en þeir töpuðu öðrum leik sínum nú um helgina gegn Augnablik. Lokatölur urðu 92-75 fyrir Augnablik úr Kópavogi. Sigurinn var nokkuð öruggur en Reynismenn voru fremur seinir í gang og höfðu t.d. aðeins skorað 30 stig í hálfleik. Reynir hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en næst leika þeir gegn Hamarsmönnum á heimavelli sínum á fimmtudag.

Tölfræði Reynis í leiknum:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reynir S.: Alfreð Elíasson 24/4 fráköst, Ragnar Ólafsson 16/5 fráköst, Hlynur  Jónsson 9/5 fráköst, Eðvald Freyr Ómarsson 8, Ólafur Geir Jónsson 8/6 fráköst, Einar Thorlacius Magnússon 4/4 fráköst, Elvar Þór Sigurjónsson 3/6 fráköst, Hinrik Albertsson 2, Bjarni Freyr Rúnarsson 1.