Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Aftur tap á heimavelli
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur var ekki ánægður í leikslok. VF-myndir/PállOrri.
Þriðjudagur 9. apríl 2013 kl. 21:01

Aftur tap á heimavelli

Valsstúlkur leiða 2-1

Valur gerði sér lítið fyrir og vann annan leik í Toyotahöllinni í Keflavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokastaðan var 68-75 í leik þar sem gestirnir höfðu yfirhöndina allt frá upphafi.

Fjölmennt var í stúkunni og fínasta stemning en það dugði heimaliðinu ekki að þessu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valsstúlkur byrjuðu með látum og náði fljótlega ágætis forystu. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 9-18 fyrir Valsstúlkur og það reyndist Keflvíkingum erfitt að finna taktinn í sókninni.

Reynsluboltar Keflavíkur létu það ekki á sig fá og þær Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Birna Valgarðsdóttir leiddu Keflvíkinga áfram í sóknarleiknum. Það dygðu þó skammt gegn Valstúlkum sem voru að hitta vel. Staðan var 30-36 fyrir gestina í hálfleik.

Valsstúlkur héldu sínu striki í síðari hálfleik og að loknum þriðja leikhluta leiddu þær enn, 46-58 þrátt fyrir áhlaup Keflvíkinga. Keflvíkingar virtust ekki eiga svör á reiðum höndum og því þurftu þær að sætta sig við tap. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Val en næsti leikur fer fram á þeirra heimavelli á fimmtudag.

Tölfræðin:

Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst/5 stolnir, Jessica Ann Jenkins 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug  Einarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.

Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/9 fráköst, Jaleesa Butler 15/15 fráköst/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 11, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0, María Björnsdóttir 0.