Aftur skipta Grindvíkingar um Kana
Tveir sendir heim nú þegar
Karlalið Grindvíkinga í körfubolta leitar nú að erlendum leikmanni, eftir að liðið lét leikstjórnandann Joel Haywood fara á dögunum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Grindvíkinga er verið að leita að há- og þrekvöxnum miðherja í hans stað og hafa einhverjar þreyfingar á leikmannamarkaðnum þegar átt sér stað.
Á undanförnum árum hafa Grindvíkingar verið í tómu basli með að finna erlenda leikmenn í upphafi tímabils, en á endanum hefur þeim alltaf tekist vel til. Fyrr í haust sendu Grindvíkingar Brendon Roberson einnig aftur heim en sá þótti ekki standa undir væntingum.