Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aftur sigruðu Njarðvíkingar Valsmenn
Mánudagur 24. október 2011 kl. 22:38

Aftur sigruðu Njarðvíkingar Valsmenn

Njarðvíkingar eru komnir áfram í Lengjubikar karla eftir sigur á Valsmönnum en lokatölur urðu 85-96 fyrir Njarðvíkinga. Cameron Echols gerði 30 stig og tók 12 fráköst í Njarðvíkurliðinu og Travis Holmes bætti við 25 stigum og 5 fráköstum. Þá var Rúnar Ingi Erlingsson með 11 stig og hinn 16 ára gamli Maciej Baginski gerði 10 stig og tók 2 fráköst.

Njarðvíkingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en hleyptu Valsmönnum hættulega nálægt sér á köflum. Njarðvíkingar léku ekki sérlega vel í kvöld en þó nógu vel til þess að sigra lánlausa Valsmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024