Aftur frítt í Ljónagryfjuna
Í dag kl.19:15, mætast í Ljónagryfjunni, lið Njarðvíkur og KR í annari umferð Iceland Express deildar kvenna. Um sannkallaðan stórleik er að ræða, því KR er spáð góðu gengi fyrir leiktíðina og sigruðu þær Hamar örugglega í fyrstu umferð á meðan Njarðvíkingar gerðu vel í fyrstu umferð með því að sigra sterkt lið Hauka nokkuð örugglega.
Eins og á karlaleiknum á mánudaginn, verður frítt á leikinn fyrir alla í boði körfuknattleiksdeildarinnar!
Sjoppan verður opnuð snemma eða um kl. 18:00 og verður tilboð á pylsu og kók í dós á 500 kr. Það verða einnig pizzur og fleira góðgæti á boðstólum.
UMFN.is