Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Afþakkaði atvinnumennsku í Þýskalandi
Valur og Ronday Robinson fagna einum af fjölmörgum titlum Njarðvíkinga á tíunda áratugnum.
Miðvikudagur 6. janúar 2016 kl. 13:16

Afþakkaði atvinnumennsku í Þýskalandi

Valur Ingimundar í ítarlegu viðtali - var lunkinn í fótboltanum

Val Ingimundarsyni bauðst á sínum tíma að fara til Þýskalands og leika þar sem atvinnumaður. Valur greinir frá þessu í viðtali við jólablað UMFN sem kom út núna fyrir áramót. „Ákvað að fara ekki. Vissi allt of lítið um þetta þá. Á þessum árum snerust öll samskipti um bréfaskriftir, þetta var fyrir daga netsins og þessara samskipta. Var heldur ekki að hugsa mikið um þessa hluti þá, hafði gaman af því að vera í Njarðvík og hafði engan áhuga á því að breyta til,“ segir Valur sem fer yfir ferilinn í viðtalinu. Körfuboltaáhugafólk þekkir flest hans feril. Hann er stigahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og hefur unnið fjölda titla. Hann hefur einnig getið sér gott orð sem þjálfari í fremstu röð.

Valur spilaði með mörgum góðum leikmönnum í gegnum tíðina. Þegar hann rifjar upp góða samherja segir hann að sérstakleg hafi verið gott að spila með bakverðinum Ísaki Tómassyni hjá Njarðvík. „Eiginlega forréttindi. Hann var sá leikmaður sem gerði hvað mest fyrir mig sem leikmann. Hann var mjög lunkinn og óeigingjarn að finna leikmenn sem voru heitir. Hans hlutverk í þessum titlum sem unnust á þessum árum er mjög vanmetið,“ segir Valur í viðtalinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markahrókur í fótboltanum

Valur var einnig lipur í fótboltanum og skoraði grimmt sem framherji. Hann spilaði með Njarðvík í næst efstu deild þegar liðið var sem sterkast um miðjan níunda áratuginn. Hann fluttist einnig austur á land þar sem hann varð markahæstur í Austfjarðarriðlinum með Val Reyðarfirði. „Liðinu gekk mjög vel og við fórum upp um deild það haustið. Ég spilaði líka tvö ár með Höfnunum og hafði mjög gaman af því. Hafði gaman af fótboltanum en æfði aldrei af neinu viti fyrir utan þennan tíma sem ég var að spila með þessum liðum.“

Blaðið og viðtalið má lesa í rafrænni útgáfu af blaðinu hér að neðan: