Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Afsökunarbeiðnin fór vel í Grindvíkinga
Laugardagur 9. júlí 2011 kl. 12:10

Afsökunarbeiðnin fór vel í Grindvíkinga

Leikmenn knattspyrnuliðs Grindavíkur buðu stuðningsmönnum sínum í grillveislu við Gula húsið í gærkvöldi og buðust jafnframt til að endurgreiða þeim aðgangseyrinn í sárabætur fyrir skelfilega frammistöðu gegn FH í vikunni. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.

Stuðningsmenn Grindavíkur voru ánægður með framtakið hjá leikmönnunum en hátt í 50 þeirra mættu í grillið þrátt fyrir að margir Grindvíkingar séu í útilegu þessa helgina. Enginn þeirra vildi fá endurgreitt en tóku í staðinn loforð af leikmönnunum að svona frammistaða endurtaki sig ekki í sumar!

Næsti leikur Grindavíkurliðsins er á mánudaginn gegn Fram á Laugardalsvelli kl. 19:15 og eru stuðningsmenn liðsins hvattir til þess að mæta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024