Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Afrekskrakkar heiðraðir á lokahófi Grindavíkur
Þriðjudagur 12. október 2004 kl. 15:03

Afrekskrakkar heiðraðir á lokahófi Grindavíkur

Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir 3-4 og 5 flokk drengja og 2 og 3 flokk stúlkna var haldið í Festi um helgina. Samkvæmt heimasíðu Grindavíkinga tókst hófið frábærlega í alla staði. Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður var veislustjóri og meistaraflokksmennirnir Sinisa Kekic og Óli Stefán Flóventsson afhentu verðlaunin.

Í 2 flokki kvenna var Guðrún Gunnarsdóttir valin besti leikmaðurinn, Dína María Margeirsdóttir þótti sýna mestar framfarir og Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir fékk viðurkenningu fyrir ástundun og háttvísi. 

Í 3 flokki kvenna var Elínborg Ingvarsdóttir valin besti leikmaðurinn, Stefanía Margeirsdóttir fékk framfaraverðlaunin og Sara Sigurðardóttir fyrir ástundun og háttvísi.

Í 5 flokki A- liði fékk Guðmundur Egill Bergsteinsson verðlaun sem besti leikmaðurinn, Elmar Ágúst Garðarsson fyrir mestar framfarir og Ægir Þorsteinsson fyrir ástundun og háttvísi.  Í B- liðinu var Marteinn Guðbjartsson valin besti leikmaðurinn, Sigrún Eir Einarsdóttir sýndi mestar framfarir og Enok Sigurðsson ástundun og háttvísi.
Í C- liði var Atli Gunnarsson valin besti leikmaðurinn, Benoný Þórhallsson var heiðraður fyrir mestar framfarir og Einar Hjörtur Þorsteinsson fékk verðlaun fyrir ástundun og háttvísi.

Þá var komið að vali á Grindvíkingi ársins í 5. flokki en þau verðlaun hlaut Hjalti Magnússon. Það eru margþætt verðlaun sem eru veitt fyrir frábæra frammistöðu á leikvellinum, mikinn karakter, gífurlegan áhuga og fyrir að vera bæjarfélaginu sem og félaginu til sóma utan vallar.

Af vef UMFG

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024