Afhroð hjá Njarðvík
Lið Njarðvíkur beið afhroð gegn Haukum í gærkvöldi þegar liðin áttust við í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Haukar höfðu 41 stiga forystu þegar yfir lauk, 81- 40.
Njarðvík skoraði aðeins 8 stig í fyrsta leikhlutanum gegn 23 stigum Hauka. Annar leikhluti fór 20-14 Haukum í vil sem leiddu í hálfleik 43 – 22. Í þriðja leikhluta skoruðu Njarðvíkingar ekki nema 6 stig á móti 23 stigum Hauka sem höfðu algjöra yfirburði.
Sigurlaug Guðmundsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 12 stig.