ÁFALL FYRIR KVENNA-LIÐ KEFLVÍKINGA
Einn sterkasti leikmaður Keflvíkinga það sem af er vetri, Kristín Blöndal, er úr leik það sem eftir er tímabilsins. Kristín leitaði til læknis skömmu eftir minningarleik Keflvíkinga og Grindvíkinga í kvennaboltanum síðastliðinn sunnudag og fór í kjölfarið í aðgerð vegna innvortis blæðinga.„Ég er úr leik það sem eftir er tímabilsins, það er ljóst, en það kemur maður í manns stað hjá Keflavíkurliðinu og ég hef fulla trú á þeim leikmönnum sem taka stöðu mína í liðinu“ sagði Kristín í samtali við Víkurfréttir.