ÁFALL FYRIR ÍRB
Nú er orðið ljóst að sameiginlegt lið Njarðvíkinga og Keflvíkinga, ÍRB, mun ekki geta notað Jason Hoover, nýja Bandaríkjamanninn í liði Njarðvíkinga, í Evrópukeppninni í stað Purnell Perry sem var rekinn á dögunum. Samkvæmt reglum FIBA er óleyfilegt að skipta um erlenda leikmenn eftir að riðlakeppnin hefst. Þetta minnkar verulega möguleika ÍRB á að komast áfram í keppninni.ÍRB tapaði í gærkvöldi fyrir Frökkum í Keflavík með 67 stigum gegn 101