Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Af Loga, Damon og Darrel
Þriðjudagur 15. nóvember 2005 kl. 17:25

Af Loga, Damon og Darrel

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson, frá Njarðvík, var stigahæstur hjá liði sínu Bayreuth með 18 stig á laugardaginn. Bayreuth tapaði þó viðureign sinni gegn Crailshem, 70-74, eftir að hafa verið 47-32 yfir í hálfleik. Bayreuth hefur sigrað 5 af fyrstu 8 leikjum sínum í deildinni og vermir nú 7. sætið í suðurriðli þýsku annarar deildarinnar.

Damon Johnson sem gerði garðinn frægan með Keflvíkingum gerði 11 stig fyrir spænska liðið sitt Lleida er liðið tapaði 68-66 gegn La Palma. Lleida er í næst neðsta sæti deildarinnar eftir 10 leiki en þeir hafa aðeins náð að sigra í þremur leikjum.

Darrel Lewis setti niður 14 stig um helgina er ítalska liðið hans Cimberio Novara sigraði Premiata Montegranaro, 67-53. Lewis hefur gert um 13 stig að meðaltali í þeim leikjum sem hann hefur leikið fyrir Novara en liðið er í fjórða sæti ítöslku 2. deildarinnar.

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024