„Ætlum okkur sigur og ekkert annað“
Það var létt yfir Keflavíkurhópnum á síðustu æfingu fyrir úrslitaleikinn gegn Aftureldingu sem fer fram í Laugardalnum á morgun.
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, sagði að ekkert annað en sigur komi til greina. Allir leikmenn eru heilir og enginn í banni svo Keflavík stillir fram sínu sterkasta liði.
Upphitun fyrir leikinn fer fram í félagsheimili Þróttar í Laugardal og hefst klukkan 11:00.
Bus4u bjóða stuðningsmönnum Keflavíkur upp á tvær rútur sem fara frá Blue-höllinni klukkan 11:00 á meðan pláss leyfir og þær fara til baka frá félagsheimili Þróttar tuttugu mínútum eftir leik.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttamaður Víkurfrétta, leit við á æfingu liðsins og spjallaði stuttlega við Harald Frey um leikinn mikilvæga. Viðtalið er í spilaranum hér að neðan.