Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ætlum okkur sigur í leiknum og Evrópusæti
Fimmtudagur 14. ágúst 2014 kl. 20:00

Ætlum okkur sigur í leiknum og Evrópusæti

Segir fyrirliðinn Haraldur Guðmundsson

Haraldur fyrirliði Guðmundsson var öryggið uppmálað þegar hann tryggði Keflvíkingum endanlega sæti í úrslitum með frábærri vítaspyrnu gegn Víkingum á dögunum. Hann segir leik sem þennan hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið.

Hvernig rífa Keflvíkingar upp stemninguna fyrir leikinn?
„Við Keflavík sem lið þurfum svosem ekkert að gera neitt sérstakt til að búa til stemningu, það er góð stemning í hópnum og hefur verið allt frá því við hófum æfingar í vetur. Spennan mun svo eflaust stigmagnast fram að leik. En við komum til með að vera aðeins meira saman utan æfinga í vikunni en venjulega, komum t.d til með að borða saman á fimmtudaginn; stjórn, þjálfarar, leikmenn og makar. Ég vona að sjálfsögðu að það verði frábær stemning í stúkunni á laugardaginn og fólk fjölmenni á völlinn.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða þýðingu hefur leikur sem þessi fyrir félagið?
„Leikurinn hefur að sjálfsögðu mikla þýðingu, það er frábært fyrir okkur sem félag að komast í úrslitaleikinn, við ætlum okkur sigur í leiknum og koma okkur í Evrópukeppni á næsta ári. Svo gefur þetta náttúrulega bæjarfélaginu mikla orku, leikurinn er á allra vörum og fólk er spennt fyrir laugardeginum.“

Finnst þér ekki að Jóhann eigi að standa við stóru orðinn og aflita á sér kollinn fyrir leikinn? „Ef Jói hefur sagt að hann ætli að aflita á sér hárið fyrir leikinn þá er mjög líklegt að hann standi við það, enda Jóhann maður orða sinna eins og ég þekki hann. Þannig að það sem ég vil segja um þetta er að við munum örugglega sjá Jóhann eins og árið ‘97, ef ekki hárið, þá allavega skeggið.“