Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 29. nóvember 2001 kl. 09:31

„Ætlum ekki að safna skuldum“, segir Eyjólfur Guðlaugsson gjaldkeri

Niðurskurður hjá körfuknattleiksdeildinni í Grindavík

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er þessa dagana að fara yfir fjármálin vegna erfiðleika í rekstri undanfarna mánuði. Bandaríkjamaðurinn Roni Baily hefur verið látinn fara frá liðinu sem er liður í niðurskurði hjá deildinni en Baily þótti heldur ekki standa undir væntingum. Óvíst er hvort annar erlendur leikmaður verði fenginn til liðsins eftir áramót.
Eyjólfur Guðlaugsson, gjaldkeri Körfuknattleiksdeildar UMFG sagði í samtali við VF að stjórnin væri nú að skoða leiðir til niðurskurðar þar sem allar áætlanir hefðu brugðist. Færra fólk mætir á leiki og auglýsingatekjur hafa dregist verulega saman.
„Áhugi á körfunni gengur í bylgjum og nú erum við í niðursveiflu. Eins hefur framboð á íþróttaefni aukist talsvert í sjónvarpi og annars staðar. Við höfum reynt að mæta þessu með því að lækka miðaverð á leiki liðsins, bjóða fjölskyldumiða og ársmiða, en það hefur litlu skilað. Nú er samdráttur í þjóðfélaginu og erfiðara að ná í auglýsingatekjur, hjá okkur eins og öðrum. Skuldir okkar þykja kannski ekki miklar miðað við önnur félög, en samt of miklar fyrir okkar smekk. Við viljum því fara vandlega yfir málin núna til að fyrirbyggja vandræði.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024