Ætlar sér í landsliðið
Körfuboltasnillingur vikunnar á VF
Keflvíkingurinn Gígja Guðjónsdóttir er körfuboltasnillingur vikunnar á Víkurfréttum að þessu sinni. Hún stefnir á að komast í landsliðið í framtíðinni og æfir því af miklum krafti.
Aldur og félag: 13 ára/ Keflavík.
Hvað æfir þú oft í viku? 8 æfingar á viku.
Hvaða stöðu spilar þú? Ég er bakvörður.
Hver eru markmið þín í körfubolta? Að komast í landslið.
Skemmtilegasta æfingin? Allar skotæfingar.
Leiðilegasta æfingin? Albert 1,2,3.
Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Hörður Axel Vilhjálmsson.
Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? Steph Curry og Sue Bird.
Lið í NBA? Golden State Warriors.
Sue Bird leikmaður Seattle Storm er í uppáhaldi hjá Gígju.