Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ætla að halda áfram að bæta mig
Anita Lind í leik Keflavíkur gegn ÍR
Sunnudagur 24. september 2017 kl. 07:00

Ætla að halda áfram að bæta mig

- segir Anita Lind leikmaður Keflavíkur í 1. deild kvenna

Anita Lind Daníelsdóttir leikmaður Keflavíkur, var fimmta markahæst í 1. deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún spilaði með U-19 landsliðinu í sumar og skoraði meðal annars mark á móti Svartfjallalandi. Við spurðum Anitu um fótboltasumarið og hver framtíðarplön hennar séu.

Hvernig fannst þér sumarið ganga hjá ykkur?
„Mér fannst sumarið ganga vel. Við áttum góða leiki og börðumst en það eru sumir leikir sem við hefðum geta gert betur en þannig er bara fótboltinn, það gengur ekki alltaf allt upp.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Var hópurinn þéttur í sumar?
„Það er alltaf stemning hjá okkur. Liðsheildin eykst alltaf eftir það sem líður á sumarið svo við erum allar góðar vinkonur og styðjum hvor aðra út í eitt.“

Þú skoraðir mark með U-19 landsliði Íslands gegn Svartfjallalandi, hvernig tilfinning var það?
„Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega fyrir landsliðið. Það er alltaf heiður að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum.“

Hvað ert þú að fara að gera í vetur?
„Í vetur mun ég halda áfram að bæta mig sem leikmann og setja mér ný markmið fyrir næsta tímabil.“

Ertu með einhver framtíðarplön í sambandi við fótboltann?
„Já, ég ætla að halda áfram í boltanum og halda stöðunni minni með U-19 ára landsliðinu. Ég stefni líka á það að fara í háskóla til Bandaríkjanna til þess að spila fótbolta og stunda nám.“

Ertu með einhverja skemmtilega fótboltasögu frá því í sumar fyrir okkur?
„Þegar við áttum útileik á móti Hömrunum lögðum við eldsnemma af stað og á Borgarnesi bilaði rútan um kl. 8 um morguninn. Við þurftum að bíða eftir nýrri rútu sem var frá árinu 1970 en Sveindís tók karíókí fyrir okkur í hljóðkerfinu sem vakti mikla lukku. Þetta lið er það besta sem ég veit um. Við hlæjum endalaust saman og það er alltaf mikið fjör hjá okkur á æfingum og á leiðinni í leiki.“