Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Æsispennandi lokamínútur í Grindavík
Fimmtudagur 1. mars 2018 kl. 21:55

Æsispennandi lokamínútur í Grindavík

Grindavík tók á móti ÍR í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld og búist var við æsispennandi leik, en ÍR situr í öðru sæti deildarinnar og er í toppbaráttu á meðan Grindavík er í því sjötta. Leikurinn var æsispennandi á köflum og var fjórði og síðasti leikhlutinn góð skemmtun fyrir áhorfendur en Grindavík var á kafla tólf stigum undir í leikhlutanum en náði sér síðan á strik og keyrði allt í gang á lokamínútum leikhlutans. Grindvíkingar uppskáru sigur fyrir vikið og voru lokatölur leiksins 95-89.

Eftir leikinn situr Grindavík ennþá í sjötta sæti en nokkrir leikir eru þó eftir af umferðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru J'Nathan Bullock með 32 stig og 10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15 stig og 8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14 stig og 8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12 stig og 8 fráköst og  Ingvi Þór Guðmundsson 12 stig.