Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Æsispennandi lokamínútur í Grindavík
Fimmtudagur 1. mars 2018 kl. 21:55

Æsispennandi lokamínútur í Grindavík

Grindavík tók á móti ÍR í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld og búist var við æsispennandi leik, en ÍR situr í öðru sæti deildarinnar og er í toppbaráttu á meðan Grindavík er í því sjötta. Leikurinn var æsispennandi á köflum og var fjórði og síðasti leikhlutinn góð skemmtun fyrir áhorfendur en Grindavík var á kafla tólf stigum undir í leikhlutanum en náði sér síðan á strik og keyrði allt í gang á lokamínútum leikhlutans. Grindvíkingar uppskáru sigur fyrir vikið og voru lokatölur leiksins 95-89.

Eftir leikinn situr Grindavík ennþá í sjötta sæti en nokkrir leikir eru þó eftir af umferðinni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru J'Nathan Bullock með 32 stig og 10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15 stig og 8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14 stig og 8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12 stig og 8 fráköst og  Ingvi Þór Guðmundsson 12 stig.