Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Ægir og Marín Evrópumeistarar í backhold
Bjarni og Ægir stóðu sig með prýði á mótinu.
Þriðjudagur 26. apríl 2016 kl. 10:25

Ægir og Marín Evrópumeistarar í backhold

Ægir Már Baldvinsson úr Garðinum varð um helgina Evrópumeistari unglinga í backhold  og í gouren í -57 kg ung­linga, Ægir Már var jafnframt kjör­inn glímumaður mótsins í flokki unglinga. Körfuboltakonan Marín Lauf­ey Davíðsdótt­ir í Keflavíkurliðinu varð einnig Evr­ópu­meist­ari í backhold og í 3.sæti í gouren í -90 kg flokki. Um er að ræða keltnesk fangbrögð sem sviðar nokkuð til íslenskrar glímu.

Njarðvíkingurinn Bjarni Darri Sig­fús­son varð í öðru sæti í gouren og í þriðja sæti í backhold í -68 kg flokki ung­linga. Drengirnir stóðu sig frábærlega og vöktu athygli á mótinu sem fram fór í Frakklandi. Bjarni sigraði t.d. margfaldan Skotlandsmeistara í júdó í undanúrslitum í og andstæðingar Ægis sáu aldrei til sólar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024