Ægir Már og Daníel Íslandsmeistarar í júdó

Ægir Már Baldvinsson og Daníel Árnason frá júdódeild UMFN urðu Íslandsmeistarar í júdó á Íslandsmeistaramóti yngri í júdó sem fram fór sl. helgi.
Ægir keppti í -66 kg flokki 18-20 ára og keppti hann sjö viðureignir á mótinu, en hann vann allar sínar viðureignir.
Daníel Dagur gerði slíkt hið sama og vann allar sínar viðureignir í -55 kg flokki 15-17 ára. Daníel keppti einnig í aldurs- og þyngdarflokk upp fyrir sig -55kg 18-20 ára og varð annar í þeim flokki eftir spennandi úrslitaviðureign, Daníel keppti samtals tíu viðureignir á mótinu.

Sveit Njarðvíkur 15–17ára, var skipuð þeim Daníel Degi Árnasyni, Gunnari Erni Guðmundssyni, Borgari Unnbirni Ólafssyni, Ingólfi Rögnvaldssyni og Gabríel Orra Karlssyni, varð í þriðja sæti í liðakeppninni. 

Gunnar Örn handleggsbrotnaði í fyrstu viðureign og var á brattan að sækja eftir það fyrir lið Njarðvíkinga. Aldrei í sögu júdódeildarinnar hafa svo mörg lið tekið þátt í sveitakeppninni og var  þetta var einn besti árangur UMFN í sveitakeppni frá stofnun deildarinnar.