Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Æfir níu sinnum í viku
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 08:00

Æfir níu sinnum í viku

Körfuboltasnillingur Víkurfrétta

Anna Lára Vignisdóttir er körfuboltasnillingur vikunnar hjá Víkurfréttum. Hún æfir gríðarlega mikið enda ætlar hún sér að verða landsliðskona. Hún leikur allar stöður á vellinum og í uppáhaldi hjá henni eru stjörnunar LeBron James og Breanna Stewart.

Aldur og félag:
12 að verða 13, Keflavík.

Hvað æfir þú oft í viku? 9 sinnum með aukaæfingum.

Hvaða stöðu spilar þú? Allar stöður.

Hver eru markmið þín í körfubolta? Komast í íslenska landsliðið.

Skemmtilegasta æfingin? Drippl æfingar.

Leiðilegasta æfingin? Engin leiðinleg æfing.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Jón Arnór og Emelía Ósk.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? LeBron James og Breanna Stewart.

Lið í NBA? San Antonio Spurs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024