Æfingarnar með master Jamshid heppnuðust vel
Master Jamshid Mazaheri, 7. gráðu svartbeltis taekwondo meistari, var með allar æfingarnar í Keflavík á föstudag. Stjórn og foreldrafélag buðu iðkendum á æfingarnar sér að kostnaðarlausu og var það Eduardo landsliðsþjálfari sem flutti hann til landsins til að þjálfa landsliðið í tækni.
Mikið fjölmenni var á æfingunum og lærðu flestir eitthvað nýtt, segir í frétt á síðu Taekwondo-deildar Keflavíkur.