Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Æfingahópur fyrir landslið kvenna í körfu valinn
Birna Valgerður Benónýsdóttir
Laugardagur 28. október 2017 kl. 07:00

Æfingahópur fyrir landslið kvenna í körfu valinn

- Fjórar frá Suðurnesjum valdar í hópinn

Undankeppni EuroBasket kvenna eða EM hefst þann 11. nóvember næstkomandi með heimaleik landsliðs Íslands í Laugardalshöllinni. Ísland tekur þá á móti sterku liði Svartfjallalands en ásamt þeim eru Bosnía og Slóvakía með Íslandi í riðli.

Riðillinn sem Ísland leikur í er sterkur en Slóvakía og Svartfjallaland léku á EM kvenna í sumar. Landsleikirnir fara fram þann 6.- 16. nóvember næstkomandi og mætir Ísland Svartfjallalandi þann 11. nóvember kl. 16 og þann 15. nóvember fer landsliðið til Ruzomberok í Slóvakíu þar sem þær mæta heimastúlkum þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjórar stúlkur úr Keflavík og Grindavík hafa verið valdar í æfingahóp fyrir EM, en það eru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir úr Keflavík og Embla Kristínardóttir úr Grindavík.