Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Æfa undir stjórn NBA þjálfara og leikmanna
Föstudagur 8. júní 2007 kl. 13:34

Æfa undir stjórn NBA þjálfara og leikmanna

Síðar í þessum mánuði munu 13 vaskir piltar úr Grindavík á aldrinum 8-14 ára halda til Orlando í Bandaríkjunum og vera þar við æfingabúðir hjá NBA liðinu Orlando Magic. Í búðunum verður boðið upp á þjálfun fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Þjálfari hópsins er leikmaður meistaraflokks Grindavíkur, Björn Steinar Brynjólfsson.

 

Í æfingabúðunum munu Grindavíkurstrákarnir hitta fyrir leikmenn og þjálfara Orlando Magic svo ferðin ætti að lifa lengi í minningu Grindavíkurpiltanna. Það verða ekki eintómar æfingar hjá Grindvíkingum í Orlando því þeir munu mæta Adidas úrvalsliðinu sem er lið jafnaldra þeirra skipað leikmönnum frá Flórída sem þykja skara fram úr í íþróttinni á svæðinu. Einnig er ráðgert að leika við stúlknalið í sama aldursflokki en þar þurfa Grindvíkingar að hafa gætur á stúlku sem er 14 ára gömul og 205 sm að hæð, hvorki meira né minna.

 

VF-mynd/ Þorsteinn G. Kristjánsson

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024