Æfa með 17 ára landsliðinu
Nokkrir Suðurnesjapiltar munu æfa með U17 ára landsliðinu í knattspyrnu á næstunni en um er að ræða úrtaksæfingar fyrir komandi verkefni. Af leikmönnum fæddum árið 1999 eru þeir Sigurbergur Bjarnason og Stefan Alexander Ljubicic úr Keflavík í hópnum.
Af leikmönnum sem fæddir eru árið 2000 eru tveir leikmenn úr Reykjanesbæ, þeir Ísak Óli Ólafsson úr Keflavík og Brynjar Atli Bragason úr Njarðvík.