Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Æfa aftur júdó frítt í sumar
Vaskar stelpur í júdó í Vogum.
Miðvikudagur 20. maí 2015 kl. 09:00

Æfa aftur júdó frítt í sumar

12-17 ára stúlkur af Suðurnesjum

„Nú hafa um 14 stúlkur verið að koma á æfingar miðað við 1-2 síðustu ár og í sumar ætlum við að halda áfram með æfingarnar á þriðjudögum klukkan 18:00 og föstudögum klukkan 17:00 og bjóðum öllum stelpum sem búa á Suðurnesjunum, á aldrinum 12-17 ára, frítt að æfa í sumar,“ segir þjálfarinn Guðmundur Stefán Gunnarsson. 

Mikil aukning hefur verið í þátttöku stúlkna í unglingaflokkum júdódeildar UMFN. Frá stofnun deildarinnar hafði fjöldi stúlkna og kvenna verið lítill og því tók júdodeild UMFN upp á því síðasta haust að byrja með sér tíma í sjálfsvörn og þreki fyrir stúlkur 12-17 ára. Síðan þá hefur aukist í hópnum jafnt og þétt og má segja að hafi orðið sprenging í fjölda unglingsstúlkna í ár.  
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024