Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Aðstöðumálin í brennidepli
Fimmtudagur 5. febrúar 2009 kl. 13:45

Aðstöðumálin í brennidepli



Aðalfundur Knattspyrnudeildar Keflavíkur var haldinn síðastliðinn fimmtudag og var Þorsteinn Magnússon endurkjörinn formaður deildarinnar næsta árið.
Fundarmenn voru almennt ánægðir með árangur síðasta árs og bjartsýnir á framtíðina. Reksturinn gekk ágætlega og er niðurstaða ársreikningsins sú að deildin var rekin réttu megin við núllið, að því er segir á heimasíðu félagsins.
Aðstaða til knattspyrnuiðkunnar voru nokkuð áberandi í umræðunni á fundinum.

Þorsteinn Magnússon, formaður deildarinnar, fór yfir gengi síðasta árs og hvernig undirbúningur fyrir það næsta gengi. Hann sagði ljóst að miklar breytingar yrðu á leikmannahópi meistarflokks. Gengi meistaraflokks kvenna hefði á vissan hátt verið vonbrigði og  alls ekki eins og búist hafði verið við.

Þorsteinn vék máli sínu að útisvæðum fyrir æfingar og leiki og sagði það  ekki ganga lengur fyrir svona stóra deild búa við slíkt  aðstöðuleysi ár eftir ár. Aðstaðan hefði ekkert breyst síðustu 15 - 20 ár og bæta þyrfti úr í nánustu framtíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024