Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Adolf með 8 mörk
Laugardagur 29. júlí 2006 kl. 10:14

Adolf með 8 mörk

Framherjinn Adolf Sveinsson hefur verið að gera það gott með Sandgerðingum í sumar í 2. deildinni. Adolf hefur gert átta mörk í sumar og í síðasta leik gegn Sindra gerði hann þrennu í 6-0 sigri Sandgerðinga.

„Við höfum marga menn sem geta skorað en ég ætlast til þess af sjálfum mér að skora í hverjum leik,“ sagði Adolf í samtali við Víkurfréttir. „Reynisliðið er komið aftur á rétta braut og það er undir okkur sjálfum komið að fara upp um deild,“ sagði Adolf en Reynismenn hafa unnið síðustu tvo leiki 10-1. Þann fyrri gegn Aftureldingu 4-1 og svo Sindra um síðustu helgi 6-0.

Adolf hefur gert þau ófáf mörkin í gegnum tíðina en eitt þeirra eftirminnilegasta er mark gegn Aftureldingu sem hann gerði með bakfallsspyrnu í sumar. „Það gerist ekki oft að maður skori með hægri, hvað þá með hjólhestaspyrnu,“ sagði Adolf kátur en hann er örfættur en á það til að skora með hægri þegar þörf krefur.

Sandgerðingar mæta Völsungi á Húavík í dag, leikurinn hefst kl. 14:00 á Húsavíkurvelli. „Það dugir ekkert annað en sigur fyrir norðan til þess að halda liðinu í toppbaráttunni,“ sagði Adolf að lokum.

 

VF-myndir/ [email protected] - Adolf í leik gegn Sindra í síðustu viku

 

 

 

 

 

 



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024