Aðeins mánuður í fótboltasumarið
Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefst þann 10. maí næstkomandi með heilli umferð og hefjast allir leikirnir kl. 14:00 nema viðureign Keflavíkur og Íslandsmeistara Vals. Sá leikur hefst kl. 16:00.
Fyrsta umferð kl. 14:00
Fylkir - Fram
HK - FH
ÍA - Breiðablik
Þróttur R. - Fjölnir
KR - Grindavík
Kl. 16:00
Keflavík-Valur
Landsbankadeild kvenna hefur svo göngu sína tveimur dögum síðar, 12. maí, og er fyrsti leikurinn leikur Íslandsmeistara Vals og Þórs/KA. Aðrir leikir umferðarinnar fara fram 13. maí og eru:
HK/Víkingur - Stjarnan
Fjölnir - Fylkir
Afturelding - Breiðablik
Keflavík - KR