Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aðdáendur KR hrella Magnús Gunnarsson
Fimmtudagur 7. apríl 2011 kl. 09:57

Aðdáendur KR hrella Magnús Gunnarsson

Eitthvað virðast aðdáendur KR óttast Keflvíkinginn Magnús Gunnarsson eftir að kappinn fór hamförum í síðasta leik liðanna og setti 29 stig í sigri Keflavíkur 104-103 eftir framlengingu á mánudaginn síðastliðinn. Magnús greindi frá því á facebook síðu sinni í gærkvöldi að hann hefði fengið sms-skilaboð frá að því er virðist aðdáendum KR-inga.

Í einu þeirra stóð: „Þú ert svo lélegur, þetta verður svo auðvelt. KR-ingur nr.1.“ Víkurfréttir höfðu samband við Magnús en hann hló að þessu öllu saman og sagði þetta oft hafa komið fyrir áður.

„Ég fékk líka annað sms sem í stóð; „Kvöldmatur hjá okkur annað kvöld verður Keflavík, kveðja KR,“ en Magnús fékk skilaboðin um klukkan 11 í gærkvöldi. „Ég var ekki alveg að skilja tilganginn með því að senda þetta svona snemma, en svona á þetta bara að vera,“ segir Magnús Gunnarsson en hann sagðist á facebook síðu sinni jafnvel vilja fá fleiri svona sms, og það er því greinilegt að kúnstir KR-inga gera lítið annað en að kveikja í Magnúsi.

VF-mynd: Spurning hvort að Magnús þaggi niður í aðdáendum KR á vellinum í kvöld þegar oddaleikur liðanna fer fram í DHL-höllinni.

EJS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024