Adam Árni gengur til liðs við Þrótt
Samningar hafa tekist milli knappspyrnudeildar Þróttar og Adams Árna Róbertssonar um að hann leiki með Vogamönnum á komandi leiktíð.
Adam Árni er sterkur framherji sem hefur verið á mála hjá Keflavík frá árinu 2016, þá sem leikmaður í 2. flokki. Síðan þá hefur hann leikið 92 leiki fyrir Keflavík í deild og bikar og skorað í þeim tuttugu mörk. Adam Árni mun ábyggilega koma til með að styrkja lið Þróttar sem féll úr Lengjudeildinni í ár og mun því leika í 2. deild næsta sumar en Þróttarar stefna ótrauðir á að leika í Lengjudeildinni á nýjan leik.