Aðalfundur Reynis - Gunni Odds þjálfar áfram
Aðalfundur knattspyrnudeildar Ksf. Reynis í Sandgerði fór fram þriðjudaginn 19. apríl s.l. Var Sigursveinn Bjarni Jónsson endurkjörinn formaður deildarinnar. Með honum í stjórn voru kjörin Ólöf Ólafsdóttir, Arna Árnadóttir, Þorgeir Karl Gunnarsson, Bergný Jóna Sævarsdóttir, Atli Óskarsson og Guðmundur Rúnar Jónsson. Sem varamenn í stjórn voru kosnir Atli Þór Karlsson, Haraldur Hinriksson og Stefán Þór Sigurbjörnsson. Þá kom fram á fundinum að unglingaráð mun starfa áfram í óbreyttri mynd.
Það kom fram á fundinum að Gunnar Oddsson mun starfa sem þjálfari meistaraflokks karla þriðja árið í röð. Leikmannahópur Reynis hefur styrkst fyrir sumarið og er stefnan sett á að fara upp um deild, en í fyrra vantaði einungis eitt mark upp á að það tækist. Þá var tilkynnt að meistaraflokkurinn mun halda til Færeyja í júní til að taka þátt í hátíðarmóti vegna 100 ára afmælis V.B. í Vågi. Barna- og unglingastarf hefur gengið vel og hefur samstarfið við Víði Garði reynst heilladrjúgt. Elvar Grétarsson er yfirþjálfari yngri flokka og er vænst mikils af starfi hans í sumar.
Aðalfundurinn bar með sér að starfsemi knattspyrnudeildar Reynis hefur verið öflug og verður það greinilega áfram næstu árin.