Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 11. júní 2003 kl. 12:27

Aðalfundur KKDK var haldinn í gær: Deildin rekin með hagnaði og öflug stjórn kosin fyrir næstu leiktíð

Í gærkvöldi var haldinn framhalds aðalfundur körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, þar sem uppgjör var birt og stjórn kjörin. Skemmst er frá því að segja að stjórnin gat kynnt ánægjulegt uppgjör því afgangur var á rekstri deildarinnar. Unglingaráðið var rekið með halla vegna þess að mikið var keypt af búningum sem gjaldfærðir voru í bókhaldi. Fjárhagstaða unglingaráðs er engu að síður mjög sterk. Skuldir deildarinnar eru þær sömu og í fyrra, en aðeins er um eina skuld að ræða, nefnilega við aðalstjórn. Stjórnin var einróma endurkjörin og situr óbreytt áfram nema hvað tveir nýjir stjórnarmenn bætast í hópinn, körfuboltamaðurinn knái Kristján Guðlaugsson og kvennaráðsdaman Særún Guðjónsdóttir. Þau eru boðin velkomin í stjórnina sem nú er skipuð 9 mönnum auk 3ja varamanna, þeirra Þorgríms St. Árnasonar, Jóns Ben Einarssonar og Rúnars Georgssonar. Stjórnarmennirnir sem sitja áfram eru Hrannar Hólm, formaður, Guðsveinn Ólafur Gestsson, Hermann Helgason, Birgir Már Bragason, Einar Skaftason, Gunnar Jóhannsson og Jón Guðmundsson. Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Þegar hafa verið ráðnir þjálfarar fyrir meistaraflokka svo fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar verður að huga að leikmannamálum, auk þess sem þegar verður farið á fullt í fjáraflanir, sú fyrsta er hin hefðbundna kaffisala í Iðnsveinafélagshúsinu þann 17. júní.

Frétt af heimasíðu Keflavíkur!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024