Aðalfundur Keflavíkur - Jón Örvar hlaut starfsbikarinn
Jón Örvar Arason hlaut starfsbikar Keflavíkur en margir fleiri fengu viðurkenningar fyrir góð störf sem afhentar voru á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags í vikunni.
Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ talaði um hversu vel reikningar félagsins væru lagðir fram og skýrsla stjórnar. Þá sæmdi hún þá Ólaf Birgi Bjarnason og Guðsvein Ólaf Gestsson starfsmerki UMFÍ.
Þórður Magni Kjartansson, gjaldkeri Keflavíkur, sagði í ræðu sinni að þó félagið í heild sinni kæmi ekki nema í rúmum tíu milljón króna tapi eftir árið, þá mætti lítið útaf bera. Hann sagði eigið fé ekki mega vera mikið minna til að illa færi. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur kom best út árið 2010 en hún var með tæpar 2,8 milljónir í rekstrarafgang. Þá kom fimleikadeildin verst út eða með rúmar 5 milljóna kr. tap.
Veittar voru viðurkenningar fyrir árið 2010 og voru þær eftirfarandi:
Starfsbikar Keflavíkur 2010
Jón Örvar Arason
Starfsmerki UMFÍ
Ólafur Birgir Bjarnason
Guðsveinn Ólafur Gestsson
Bronsmerki Keflavíkur
Ásdís Júlíusdóttir, badmintondeild
Hjördís Baldursdóttir, knattspyrnudeild
Halldóra B. Guðmundsdóttir, fimleikadeild
Helga H. Snorradóttir, fimleikadeild
Silfurmerki Keflavíkur
Geir Gunnarsson, skotdeild
Hermann Helgason, körfuknattleiksdeild
Þorsteinn Magnússon, knattspyrnudeild
Gullmerki Keflavíkur
Árni Pálsson, skotdeild
Sigurvin Guðfinnsson, aðalstjórn
Þórður Magni Kjartansson, aðalstjórn
Silfur-heiðursmerki Keflavíkur
Björn Jóhannsson
Hörður Ragnarsson
Jón Ólafur Jónsson
Gull-heiðursmerki Keflavíkur
Sigurður Steindórsson
Viðurkenningar
Björn Jóhannsson, Sigmar Björnsson og Baldvin Sigmarsson
Sjúkraþjálfun Suðurnesja
Ljósmyndir: Siggi Jóns