Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Að duga eða drepast fyrir Suðurnesjaliðin
Laugardagur 13. september 2014 kl. 06:06

Að duga eða drepast fyrir Suðurnesjaliðin

Fallbaráttan í algleymingi í 2. deild

Það getur hreinlega allt gerst í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Þá fer fram næstsíðasta umferðin í deildinni þar sem Suðurnesjaliðin Njarðvík og Reynir eru í bullandi fallbaráttu. Það eru fimm lið sem geta í raun fallið í 3. deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan þegar tvær umferðir eru eftir.

Eins og staðan er núna eru Sandgerðingar neðstir í deildinni með 18 stig, á meðan Njarðvíkingar eru í 10. sæti með 20 stig. Bæði lið geta bjargað sér frá falli, sömuleiðis geta þau bæði fallið ef allt fer á versta veg.

Njarðvíkingar leika á heimavelli í dag gegn KF klukkan 14:00. KF er í sjöunda sæti deildarinnar og hafa að engu að keppa þannig séð. Sandgerðingar leika á útivelli gegn Reyni/Dalvík sem eru í sjötta sæti og hafa að engu að keppa heldur.

Leikir sem eru eftir í deildinni:

lau. 13. sep. 14  14:00  Ægir - ÍR  Þorlákshafnarvöllur   
lau. 13. sep. 14  14:00  Grótta - Afturelding  Gróttuvöllur      
lau. 13. sep. 14  14:00  Fjarðabyggð - Sindri  Norðfjarðarvöllur 
lau. 13. sep. 14  14:00  Völsungur - Huginn  Húsavíkurvöllur 
lau. 13. sep. 14  14:00  Njarðvík - KF  Njarðtaksvöllurinn    
lau. 13. sep. 14  14:00  Dalvík/Reynir - Reynir S.  Dalvíkurvöllur  
lau. 20. sep. 14  14:00  ÍR - Dalvík/Reynir  Hertz völlurinn         
lau. 20. sep. 14  14:00  Reynir S. - Fjarðabyggð  N1-völlurinn         
lau. 20. sep. 14  14:00  Afturelding - Ægir  N1-völlurinn Varmá         
lau. 20. sep. 14  14:00  Huginn - Njarðvík  Seyðisfjarðarvöllur         
lau. 20. sep. 14  14:00  KF - Grótta  Ólafsfjarðarvöllur         
lau. 20. sep. 14  14:00  Sindri - Völsungur