Að duga eða drepast fyrir Keflvíkinga
Fjórði leikur í undanúrslitaeinvígi karla í Iceland Express-deildinni milli Keflavíkur og KR fer fram í kvöld í Toyotahöllinni. Staðan í einvíginu er 2-1 KR í vil og því ljóst að Keflvíkingar verða að sigra ætli þeir sér ekki að fara í snemmbúið sumarfrí.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og nær öruggt að fólk verður að mæta tímanlega ætli það sér að næla í sæti. Forsala miða hefst kl. 17:00 í Toyotahöllinni. Fari svo að Keflvíkingar sigri þá verður oddaleikur í Reykjavík fimmtudaginn 7. apríl.