Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Að duga eða drepast fyrir Keflavík
Föstudagur 11. apríl 2008 kl. 12:09

Að duga eða drepast fyrir Keflavík

Nú er að duga eða drepast fyrir deildarmeistara Keflavíkur þegar liðið tekur á móti ÍR í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Toyotahöllinni og er von á fjölmenni enda hafa tvær fyrstu viðureignir liðanna verið einstaklega vel sóttar.
 
Staðan í einvíginu er 2-0 ÍR í vil sem skelltu Keflavík 94-77 í Seljaskóla í öðrum leiknum. Keflvíkingar áttu í raun aldrei möguleika í þeim leik og virkuðu andlausir í besta falli. Einhver ráð verða þeir að finna til að stöðva ÍR og kannski er lykillinn að sigri falinn í því að hafa hemil á Nate Brown sem setti stoðsendingamet í úrslitakeppninni í öðrum leiknum þegar hann gaf 18 stoðsendingar.
 
Keflavík-ÍR
Leikur 3 kl. 19:15
Toyotahöllin í kvöld
 
VF-Mynd/ [email protected] Tommy Johnson þarf að finna fjölina að nýju en hann hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar undanfarið.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024