Á þriðja hundrað á árgangamóti í knattspyrnu
Tuttugu og fjögur lið mættu til leiks í fyrsta árgangamótinu í knattspyrnu sem haldið var í Nettó-höllinni 6. nóvember. Alls komu 222 leikmenn og hlupu í höllinni en þetta var í fyrsta skipti sem svona mót er haldið en samskonar mót hafa verið haldið á Akranesi við góðar orðstír.
Að sögn mótsnefndarinnar þótti mótið takast afar vel. Góður andi skapaðist og mátti til dæmis sjá það í búningum liðanna en þar mátti sjá mikinn metnað. Árgangur 1997 hjá körlum þóttu þó skara framúr og fengu búningaverðlaunin. Þeir leyfðu öðrum liðum að fylgjast með á Facebook síðu mótsins þegar leikmenn árgangsins fengu búningana afhenta.
Sigurvegarar í eldri flokki karla var árgangur 1981, árgangur 1997 sigraði hjá yngri körlum og sigurvegarar í kvennaflokki voru yngri.
Yngsti keppandinn á mótinu var Guðmundur Marinó, fæddur 1997, en sá elsti var enginn annar en Þorsteinn Bjarnason, markvörður Keflavíkur og landsliðsins til margra ára, en hann er fæddur 1957 eða fjörutíu árum eldri en Guðmundur.
Að kvöldi mótsdags var haldið lokahóf en þar mætti Örvar Þór Kristjánsson með uppistand, boðið var upp á kvödverð frá Soho og DJ Hilmar lék tónlist. Til að gæta að sóttvörnum þurftu allir sem mættu á lokahófið að sýna neikvætt hraðpróf.