A og B-lið Grindavíkur mætast í Röstinni
8-liða úrslit Subway-bikarsins í körfuknattleik í karla- og kvennaflokki hefjast í kvöld. Í karlaflokki mætast og A og B-lið Grindavíkur í Röstinni, íþróttahúsi Grindavíkur klukkan 21, strax að loknum leik Grindavíkur og Vals í kvennaflokki. Auk viðureignar Grindavíkur og Vals þá fær Njarðvík lið KR í heimsókn og Keflavíkurstúlkur leika við Snæfell í Stykkishólmi. Tveir síðastnefndu leikirnir hefjast kl. 19.15.